10 ódýrustu bílarnir í rekstri

Samkvæmt úttekt AutoExpress er ódýrast að reka Volkswagen Up 1.0.
Samkvæmt úttekt AutoExpress er ódýrast að reka Volkswagen Up 1.0. mbl.is/Styrmir Kári

Bíleigendur finna alveg fyrir því að það kostar sitt að kaupa og reka bíl. Koma þar meðal annars til tryggingar, eldsneyti og almennt viðhald. En hverjir skyldu vera 10 ódýrustu bílarnir í rekstri?

Þessari spurningu verður ekki svarað fyrir Ísland nema að undangenginni sérstakri rannsókn, sem verðug væri. Til að komast að niðurstöðu þarf að draga fram alls konar tölur til útreiknings, svo sem kaupverð, eldsneytiskostnað, afskriftir, bílagjöld og viðgerðar- og varahlutakostnað.

Í Englandi hefur bílaritið AutoExpress gert úttekt af þessu tagi og birt lista yfir 10 hagkvæmustu bílana. Í útreikningum sínum sleppti blaðið tryggingakostnaði þar sem hann er breytilegur og ræðst fyrst og fremst af eiganda bílsins en ekki bílmódelinu.

Niðurstaða ritsins er að Volkswagen Up 1.0 Take Up sé ódýrastur að eiga. Litlir svonefndir borgarbílar drottna á listanum sem lítur annars út sem hér segir:

1. Volkswagen Up 1.0 Take Up

2. Skoda Citigo 1.0 S

3. SEAT Mii 1.0 S

4. Kia Picanto 1.0 1

5. Dacia Sandero 1.5 dCi

Ambiance

6. Suzuki Alto 1.0 SZ

7. Peugeot 107 1.0 Access

8. Citroen C1 1.0i VT

9. Dacia Logan MCV 1.5 dCi Ambiance

10. Mitsubishi Mirage 1.0

Í sætum 11-20 voru bílar sem voru ekki fjarri því að komast í hóp hinna 10 rekstraródýrustu, en sá listi er annars fróðlegur og lítur út sem hér segir:

11. Hyunda i10 1.2 Classic

12. Fiat 500 1.2 Pop

13. Ford Ka 1.2 Studio

14. Peugeot 208 1.0 VTi

15. Ford Fiesta 1.25 Studio

16. Skoda Roomster 1.2 TSi limited Edition

17. Kia Rio 1.25 1

18. Hyundai i20 1.2 Classic

19. Smart ForTwo Edition21 Auto

20. Vauxhall Agila 1.0 ecoFLEX Expression

Sé kíkt í einstaka geira bílmarkaðarins þá eru ódýrustu bílarnir að reka í hverjum flokki sem hér segir:

Borgarbílar:

Volkswagen Up 1.0 Take Up

Ofursmábílar:

Dacia Sandero 1.5 dCi

Ambiance

Forstjórabílar:

BMW 518d SE

Minni fjölskyldubílar:

SEAT Toledo 1.2 E

Stórir fjölskyldubílar

Skoda Octavia 1.2 TSI S

Fjölnotabílar (MPV)

Skoda Roomster 1.2 TSI

Limited Edition

Jeppar

Dacia Duster 1.6 Access+

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: