Það getur verið erfitt að stýra jeppum í gegnum miklar torfærur. Eitt af því sem gerir það erfitt er að bíllinn sjálfur skyggir á veginn, sérstaklega þegar framendinn stendur hærra en afturendinn.
Nú er hinsvegar lausn í sjónmáli, og að sjálfsögðu kemur hún frá Land Rover.
Með því að notast við margar litlar myndavélar, framan á og undir bílnum, og nokkra myndvarpa sem varpa upp á framrúðuna er engu líkara en horft sé í gegnum vélarhlífina (ég vélina líka, reyndar) á bílnum.
Af framrúðunni má líka lesa upplýsingar um hraða, halla, stöðu framdekkjanna og í hvaða drifi bíllinn er.
Tæknin er kölluð því frumlega nafni „gegnsæ vélarhlíf“ af Land Rover og verður sýnd með hugmyndabíl fyrirtækisins á bílasýningunni í New York seinna í mánuðinum.