Segolene Royal umhverfisráðherra Frakklands vill að smíði og sölu dísilbíla verði hætt vegna mengunar.
Í samtali við sjónvarpsstöðina BFMTV og útvarpsstöðina RMC í morgun sagðist Royal vilja að aukin áhersla yrði lögð á þróun og smíði rafbíla. Hætta yrði smíði dísilbíla í skrefum.
„Það er fáránlegt að halda áfram smíði dísilbíla,“ sagði Royal. Mikill meirihluta bílaflota Frakka eru dísilbílar og frönsku bílsmiðirnir Renault, Peugeot og Citroen smíða fleiri dísilbíla en bensínbíla.