Samgöngustofa vill minna ökumenn á mikilvægi þess að fylgjast vel með veðurspám og fréttum af færð og þeir gæti þess að ökutæki séu vel búin til vetraraksturs áður en lagt er af stað í ferðalag um páskahelgina.
„Það má segja að það sé allra veðra von þessa dagana og orðið páskahret stendur fullkomlega undir merkingu sinni. Rétt er að minna á mikilvægi þess að hjólbarðar hæfi akstursaðstæðum,“ segir í tilkynningu frá Einari Magnúsi Magnússyni kynningarstjóra hjá Samgöngustofu.
Í gær, 15 apríl, rann upp sá dagur sem heimild til notkunar nagladekkja rann út. Í lögunum er jafnframt tekið fram að heimilt sé að vera á nagladekkjum utan þess tíma gerist þess þörf vegna akstursaðstæðna.