Kostar 380 milljónir, hljómar eins og gömul drusla

Lykan HyperSport verður aðeins framleiddur í sjö eintökum.
Lykan HyperSport verður aðeins framleiddur í sjö eintökum.

Líb­anski of­ur­sport­bíll­inn Lyk­an Hy­per­sport er sér­stæður fyr­ir margra hluta sak­ir. Til dæm­is eru LED-fram­ljós­in um­lukin demönt­um og mæla­borðið bygg­ir á heil­mynda­tækni. 

Bíll­inn var fyrst kynnt­ur snemma á síðasta ári, en virðist nú kom­inn á fram­leiðslu­stig. Lyk­an Hy­per­sport er fyrsti of­ur­sport­bíll­inn sem fram­leidd­ur er í ar­ab­a­ríki en aðeins verða fram­leidd sjö ein­tök.

Þó að út­lit bíls­ins sé vissu­lega eft­ir­tekt­ar­vert, og sam­ein­ar lín­ur og stef úr mörg­um átt­um, skort­ir það ein­hverja fág­un eða smá­atriði til að hæfa bíl sem mun kosta um 3,4 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, eða um 380 millljón­ir króna, á gengi dags­ins í dag.

Og það sem verra er, eins og heyra má á meðfylgj­andi mynd­bandi, skort­ir tölu­vert upp á að hljóðið úr bíln­um sé kaup­hvetj­andi.

Mótor­inn er sex strokka, tveggja forþjöppu boxer-mótor, sem get­ur rakið ætt­ir sín­ar til Porsche, með ein­hverj­um áfanga­stöðum á leiðinni í bíl­inn. Hann á að skila 750 hest­öfl­um, en ef marka má þetta mynd­band eru hest­arn­ir all­ir hálfslapp­ir og rám­ir.

Til sam­an­b­urðar má benda á sýn­is­horn af vél­ar­hljóði úr bíl­um á borð við Audi R8 (542 hö) og Koenig­segg One:1 (1.360 hö).

Kannski má segja að sá sam­an­b­urður sé ósann­gjarn, þar sem Audi-inn er 10 strokka og Koenig­segg­inn er 8 strokka, en sá síðar­nefndi er þó sam­bæri­leg­ur við Lyk­an Hy­per­sport að sumu leiti.

Til dæm­is verða aðeins fram­leidd sex ein­tök af hon­um, og verðmiðinn stend­ur í um 270 millj­ón­um. Mun­ur­inn er kannski sá að Koenig­segg bíl­ar eru þekkt­ir fyr­ir full­komn­un­ar­áráttu skap­ara síns.

Ef til vill hef­ur eitt­hvað dottið af vél­inni á leiðinni frá Porsche, því að í þeirra eig­in bíl­um hljóm­ar hún mjög vel.

Lík­legra er þó að út­blást­ur­s­kerfið sé með öllu mis­heppnað, það er að segja ef það er í raun og veru 750 hestafla mótor í bíln­um. Þeir sem hafa gam­an af forþjöppu­hljóði fá þó sitt­hvað fyr­ir sinn snúð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »