Helmingur gjalda til vega

Framlög til vegamála námu aðeins um 54% af gjöldum sem lögð voru á bifreiðaeigendur á árinu 2012. 17 milljarðar fóru til vegamála en tæpir 15 milljarðar af gjöldunum fóru í annar rekstur á vegum ríkisins.

Í skýrslu innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2012 sést að gjöld á bifreiðaeigendur voru á árinu 2012 svipuð í krónutölu og á árinu 2007. Gjöldin lækkuðu verulega á árunum 2008 og 2009, einkum vegna samdráttar í vörugjaldi af völdum samdráttar í innflutningi bifreiða. Tekið er fram að í töflunni eru ekki tekin með vörugjöld af varahlutum og heldur ekki virðisaukaskattur af eldsneyti, bifreiðum og varahlutum.

Framlög til vegamála sveiflast verulega. Þau voru aukin verulega á árinu 2008 og voru það ár og árið á eftir hærri en gjöld sem lögð voru á bifreiðaeigendur. Síðustu ár hafa framlögin lækkað verulega og eru aðeins rúmur helmingur þeirra tekna sem bílarnir gefa. Það hefur bitnað á vegakerfinu. Vegir verða ósléttir og það dregur úr umferðaröryggi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina