Helmingur gjalda til vega

Fram­lög til vega­mála námu aðeins um 54% af gjöld­um sem lögð voru á bif­reiðaeig­end­ur á ár­inu 2012. 17 millj­arðar fóru til vega­mála en tæp­ir 15 millj­arðar af gjöld­un­um fóru í ann­ar rekst­ur á veg­um rík­is­ins.

Í skýrslu inn­an­rík­is­ráðherra um fram­kvæmd sam­göngu­áætlun­ar 2012 sést að gjöld á bif­reiðaeig­end­ur voru á ár­inu 2012 svipuð í krónu­tölu og á ár­inu 2007. Gjöld­in lækkuðu veru­lega á ár­un­um 2008 og 2009, einkum vegna sam­drátt­ar í vöru­gjaldi af völd­um sam­drátt­ar í inn­flutn­ingi bif­reiða. Tekið er fram að í töfl­unni eru ekki tek­in með vöru­gjöld af vara­hlut­um og held­ur ekki virðis­auka­skatt­ur af eldsneyti, bif­reiðum og vara­hlut­um.

Fram­lög til vega­mála sveifl­ast veru­lega. Þau voru auk­in veru­lega á ár­inu 2008 og voru það ár og árið á eft­ir hærri en gjöld sem lögð voru á bif­reiðaeig­end­ur. Síðustu ár hafa fram­lög­in lækkað veru­lega og eru aðeins rúm­ur helm­ing­ur þeirra tekna sem bíl­arn­ir gefa. Það hef­ur bitnað á vega­kerf­inu. Veg­ir verða óslétt­ir og það dreg­ur úr um­ferðarör­yggi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »