Íslandsmet í burnout á Bíladögum

Frá hóp-burnouti á Bíladögum
Frá hóp-burnouti á Bíladögum Úr myndbandi/Jakob C.

Bílaklúbbur Akureyrar reyndi við heimsmet í burnout, eða reykspóli, á föstudagskvöldið, þegar fjöldi bíleigenda kom saman og reykspólaði samtímis.

Heimsmetið, 69 bílar, stóð reyndar óhaggað en alls voru það 65 bílar sem tættu gúmmí á Akureyri. Meðlimir Bílaklúbbs Akureyrar telja öruggt að það sé í það minnsta Íslandsmet og jafnvel að um Evrópumet sé að ræða.

Til stendur að reyna aftur við heimsmetið á næsta ári, svo gúmmíböðlar ættu ekki að láta sig vanta á Bíladaga 2015.

Einnig var keppt í burnout einstaklinga á Bíladögum, og fóru úrslit sem hér segir:

2. sæti: Sveinn H. Friðriksson - 6 hjóla Man vörubíll
3. sæti: Adam Örn Þorvaldsson - Yamaha R6
Hér fyrir neðan er myndband sem Jakob Cecil Hafsteinsson tók af hóp-burnoutinu á föstudagskvöldinu.

mbl.is