Hversu margir hafa breytt bensín- eða dísilbílum í metanbíla á síðasta ári? Hve margir rafmagnsbílar voru fluttir inn í maímánuði? Hvert er meðalmengunargildi bílaflotans í heild?
Þessu eru gerð góð skil á vef Orkuseturs og má skoða ýmsar áhugaverðar upplýsingar á þeirri síðu.
Hægt er að fylgjast beint með orkunotkun á Íslandi með aðstoð Orkuteljarans sem er undir flipanum samgönguvefur á síðunni. Þar sést hversu margir lítrar af heitu vatni eru notaðir á sekúndu, hve margar kílóvattstundir af rafmagni eru nýttar og hve mikilli olíu er brennt?
Áhugavert er sömuleiðis að sjá hversu ótrúlega meðaleyðslugildi nýskráðra bíla hefur lækkað á undanförnum árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Nú er það 5,76/100 km en hvað ætli það hafi verið árið 1974?