Vefsíðan www.orkusetur.is: Hve mikið mengar bílaflotinn?

Vefur Orkuseturs upplýsir hvert meðalmengunargildi bílaflotans í heild er.
Vefur Orkuseturs upplýsir hvert meðalmengunargildi bílaflotans í heild er. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hversu marg­ir hafa breytt bens­ín- eða dísil­bíl­um í met­an­bíla á síðasta ári? Hve marg­ir raf­magns­bíl­ar voru flutt­ir inn í maí­mánuði? Hvert er meðal­meng­un­ar­gildi bíla­flot­ans í heild?

Þessu eru gerð góð skil á vef Orku­set­urs og má skoða ýms­ar áhuga­verðar upp­lýs­ing­ar á þeirri síðu.

Hægt er að fylgj­ast beint með orku­notk­un á Íslandi með aðstoð Orku­telj­ar­ans sem er und­ir flip­an­um sam­göngu­vef­ur á síðunni. Þar sést hversu marg­ir lítr­ar af heitu vatni eru notaðir á sek­úndu, hve marg­ar kíló­vatt­stund­ir af raf­magni eru nýtt­ar og hve mik­illi olíu er brennt?

Áhuga­vert er sömu­leiðis að sjá hversu ótrú­lega meðaleyðslu­gildi ný­skráðra bíla hef­ur lækkað á und­an­förn­um árum, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag. Nú er það 5,76/​100 km en hvað ætli það hafi verið árið 1974?

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka