Fagna Bastilludegi með Citroën bröggum

Íbúar New York-borgar ráku upp stór augu á sunnudag þegar tuttugu gamlir Citroën 2CV óku um götur borgarinnar.

Tilgangur ferðarinnar var að fagna Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. Um árlegan viðburð er að ræða en ímynd 2CV (sem Íslendingar þekkja sem Citroën-bragga) er mjög samofin ímynd frönsku þjóðarinnar, auk þess sem hann er auðþekktur um allan heim.

Bíllinn var framleiddur á árunum 1948 til 1990 og voru tæpar fjórar milljónir bíla smíðaðar.

mbl.is