Dekkjunum stolið af slysstað

Hér má sjá bifreiðina dekkjalausa þegar hún var sótt af …
Hér má sjá bifreiðina dekkjalausa þegar hún var sótt af slysstað í dag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mesta mildi er að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bif­reið sinni á Mel­rakka­sléttu í gær.

Bif­reiðin lenti á grjót­hrúgu og gereyðilagðist. Var hún geymd á slysstað yfir nótt en þegar hún var sótt í dag voru dekk­in horf­in ásamt felg­un­um, þar sem ein­hverj­ir óprúttn­ir ein­stak­ling­ar höfðu stolið þeim. 

Lög­regl­an á Húsa­vík biðlar til fólks að láta af slíkri iðju og valda þeim sem lent hafa í slysi enn meira tjóni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »