General Motors (GM) virðist hafa breytt rétt er fyrirtækið ákvað að ráða Mary Barra sem forstjóra en hún er fyrsta konan sem nær svo langt í bandarískum bíliðnaði, og þótt víðar væri leitað.
Þrátt fyrir erfiðleika vegna innköllunar bíla, jafnvel vegna gamalla galla, hefur ekki bitnað á sölu nýrra bíla. Barra hefur tekist að stýra skipi sínu gegnum stærstu brotsjóina og inn á lygnari sjó því útlit er fyrir að annan ársfjórðunginn í röð hafi bílasala aukist, eða um 2,7% frá byrjun apríl og til júníloka. Mest hefur eftirspurn aukist eftir jeppum og stórum pallbílum.
Greinandi hjá Morgan Stanley segir Barra hafa tekist mjög vel upp við vitnaleiðslur í bandaríska þinginu, en þar sat hún fyrir svörum rannsóknarnefndar þingsins í máli er snýst um galla í kveikjubúnaði bíla. „Hún sneiddi frábærlega gegnum sprengjusvæði,“ segir hann.
Þessu til viðbótar hafa hlutabréf í GM hækkað um 6,2% frá í febrúar er tilkynnt var um fyrstu innkallanir á bílum vegna kveikjugalla.