Fiesta mest seldi bíll allra tíma í Bretlandi

Bretar hafa keypt yfir fjórar milljónir Ford Fiesta um dagana …
Bretar hafa keypt yfir fjórar milljónir Ford Fiesta um dagana og ekkert lát er á vinsældum þessa bíls þar í landi.

Ford Fiesta er mest seldi bíll allra tíma í Bretlandi en þar í landi hafa komið á götuna frá 1976 hvorki fleiri né færri en 4.115.000 eintök. Og ekkert lát er á vinsældum þessa smábíls þar í landi.

Með þessu er Fiesta kominn fram úr Ford Escort sem átti fyrra metið. Nýskráðir Escort námu alls 4.105.961 eintökum á þeim 32 árum sem hann var í sölu, eða á árunum 1968 til 2000.

Ford fagnar þessu nýja meti Fiesta í tengslum við Samveldisleikana í íþróttum sem hófust í Glasgow í Skotlandi í vikunni. Er Ford einn af helstu styrktaraðilum leikanna.

Fiesta kom fyrst á götuna árið 1976 og á þeim 37 árum sem síðan eru liðin hefur bíllinn verið söluhæsta módelið í smábílaflokki í 27 ár. Hefur hann og verið söluhæsti bíllinn í Bretlandi ár hvert frá 2009 er hann tók fram úr Ford Focus.

Rúmlega 40% Fiestakaupenda í ár hafa valið 1,0 lítra EcoBoost vélina og vinsælasta útgáfan af bílnum er Zetec-gerðin.

Bretar hafa keypt yfir fjórar milljónir Ford Fiesta um dagana …
Bretar hafa keypt yfir fjórar milljónir Ford Fiesta um dagana og ekkert lát er á vinsældum þessa bíls þar í landi.
mbl.is

Bloggað um fréttina