Í heimsreisu á 86 ára bíl

Plymouth árgerð 1928 á bensínstöðinni í Reykjahlíð.
Plymouth árgerð 1928 á bensínstöðinni í Reykjahlíð. mbl.is/Birkir Fanndal

Í morgun vakti Plymouth árgerð 1928, óskipta athygli við eldsneytisdæluna í Reykjahlíð í Mývatnssveit.

Ökumaðurinn og félagi hans sögðust vera í heimsreisu á þessu virðulega farartæki, sem stendur sig vel jafnvel á íslenskum vegum.

Það er sól, hlýindi og sunnanvindur í Mývatnssveit þessa dagan. Hitinn hefur verið um og yfir 20°C og í gær voru síðdegisskúrir með þrumum og eldingum. Slíkt er afar fátítt á þessu svæði.

mbl.is