Japanir lækka líka bíla í Kína

Honda og Toyota hafa verið knúin til verðlækkana á bílum, …
Honda og Toyota hafa verið knúin til verðlækkana á bílum, varahlutum og þjónustu í Kína eins og fjöldi annarra bílsmiða.

Rannsókn kínverskra samkeppnisyfirvalda á starfsemi erlendra bílaframleiðenda í Kína hefur borið mikinn árangur frá sjónarhóli neytenda.

Í síðustu viku sögðum við frá því hvernig rannsóknin hefði afhjúpað tilhneigingu til einokunar og hringamyndunar af hálfu þýskra bílsmiða, sem allir lækkuðu varahlutaverð stórlega í kjölfar skoðunarinnar.

Og því dýpra sem kafað hefur verið því meiri árangur. Kínverskir fjölmiðlar hafa farið hamförum yfir þessu og sakað erlenda bílsmiði um að okra á bílum, varahlutum og viðhaldsþjónustu.

Hingað til hefur athygli samkeppnisyfirvaldanna aðallega beinst að framleiðendum lúxusbíla, svo sem BMW, Audi, Mercedes-Benz, Chrysler og Jaguar Land Rover.

En nú er röðin komin að öðrum og hafa japönsku bílsmiðirnar Toyota og Honda stigið fram og gripið til verðlækkana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina