Notið ekki vinstri akrein að óþörfu

Stundum er umferð það mikil að hún verður að dreifast …
Stundum er umferð það mikil að hún verður að dreifast á allar akreinar mbl.is/Golli

Oft myndast óþarfa tafir á umferð um brautir sem eru með tveimur eða fleiri akreinum vegna þess að ökumenn hanga á vinstri akrein án nokkurrar ástæðu.

„Vinstri akrein á að nota til þess að taka fram úr hægfara umferð sem heldur sig á hægri akrein. Eftir að tekið hefur verið fram úr skal ökumaður færa sig aftur yfir á hægri akreinina,“ segir í tilmælum Samgöngustofu til ökumanna.

Því er bætt við, að sé tekið fram úr bíl hægra megin er hann líklegast á rangri akrein nema ætlunin sé að beygja til vinstri á gatnamótum.

„Stundum er umferð það mikil að hún verður að dreifast á allar akreinar en þó er mikilvægt að temja sér að vera ekki á vinstri akrein að óþörfu. Sé þessi regla virt má stuðla að betra flæði umferðar auk þess sem komið er í veg fyrir hættulegan svigakstur óþolinmóðra ökumanna,“ segir á vefsetri Samgöngustofu.

mbl.is