Baneitraðir bílar

Bílar losa misjafnalega mikið af skaðlegu lofti og efnasamböndum.
Bílar losa misjafnalega mikið af skaðlegu lofti og efnasamböndum. mbl.is/Golli

Þegar minnst er á mengun frá bílum er oft einhliða einblínt á hvað þeir losa af gróðurhúsalofti, koltvíildi, C02. 

En þeir losa fleiri efni og efnasambönd sem geta verið  ekki síður hættuleg heilsu manna.

Almenna reglan er að bílar losi gróðurhúsaloft í réttu hlutfalli við stærð sína og vélarafl en verulegur munur getur verið á því hversu miklu af heilsuspillandi eitrinu NOx starfar frá þeim.

Sót og ekki síst köfnunarefnisoxíðið NOx er sagt sérdeilis skaðlegt heilsunni. Á meðfylgjandi töflu má sjá að sumir bíla losa óheyrilega mikið af þessum efnum. 

Í danskri rannsókn frá árinu 2010 þóttu koma í ljós beint samband milli NOx í andrúmsloftinu og lungnakrabba og ýmissa annarra lungnasjúkdóma. Tilvera NOx í loftinu er fyrst og fremst rakin til bíla og orkuvera. 

NOx-losun bíla með bensín- eða dísilvél:

Bensín         Dísil      
módel vél km/l NOx mg/km Árgerð vél km/l NOx mg/km Árgerð
Toyota Yaris Hybrid 30,3 6 2014 1.4 D-4D 1.4 25,6 141 2013
Auris Hybrid 25,6 6 2013 1.4 D-4D  25,6 131 2013
Avensis 1.8 15,15 32 2013 2.0 D 22,2 164 2013
                 
VW Polo 1.4 TSI GT 21,7 100 2013 1.2 Tdi 3,5 148 2013
Golf 1.4 TSI 20,8 32 2013 1.6 Tdi 3,8 118 2013
Passat 1.4 TSiBm Blue Motion 16,6 43 2013 1.6 CR Blue Motion 4,1 104 2013
                 
BMW 1-serie 125i 15,9 28 2013 118d 2.0 24,4 125 2013
BMW 3-serie 316i Touring 16,1 25 2013 320d 2.0 24,4 47 2013
BMW 5-serie 535i GT 11,2 11 2012 520d 2.2  22,2 58 2013
                 
Renault Clio 4 Tce 90 23,2 24 2013 dCi 90 1.5 27,8 135 2013
Megane Tce 1.2 18,9 39 2013 dCi 110  1.5 Sport Tourer 28,6 113 2013
Scenic 1.2 TCE 16,4 16 2013 X MOD 1.5 dCi 1.4 24,3 143 2013
                 
Citroën C3 VTi 82 21,7 8 2013 e-HDi 70 Airdream EGS 1.4 29,4 155 2013
Citroën C4 1.4 VTi 95 16,4 34 2013 e-HDi 110 Airdream EGS6 1.6 26,3 135 2013
Citroën DS5 THP 200 14,9 16 2013 Hybrid4 200 Airdream Dsign 2.0 28,6 133 2013
                 
Mercedes A-klasse 180 18,5 12 2014 180 CDI 1.5 26,3 140 2014
C-klasse 180 16,4 31 2014 200 CDI  20 157 2014
E-klasse 200 1.8 15,3 48 2013 220 CDI 2.2 20,8 170 2013

 


Heimild: car-emissions.com

mbl.is

Bloggað um fréttina