Stærsta torfærumót Íslandssögunnar

Alexander Már Steinarsson í Greifatorfæru á Akureyri
Alexander Már Steinarsson í Greifatorfæru á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Greifatorfæran fer fram á Akureyri um helgina sem er sosum ekki í frásögur færandi nema sakir þess, að um er að ræða stærsta torfærumót Íslandssögunnar. Keppendur verða rúmlega 40.

Allir helstu og bestu torfærukappar landsins mæta til leiks á Akureyri auk átta erlendra keppenda. Enda mikið í húfi þar sem um lokaumferðir Íslandsmótsins og Evrópumeistaramóts FIA NEZ er að ræða. 

Keppni hefst báða dagana klukkan 11 á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg.

Gestir og gangandi í miðbæ Akureyrar í dag fá reykinn af réttunum því þar verða keppnistólin til sýnis í dag, 15. ágúst, frá klukkan 13 til 18. Þá geta áhugasamir skoðað sig um á pittsvæði brautarinnar sem verður opið annað kvöld, laugardag, eftir klukkan 20.

Á meðfylgjandi myndbandi eftir Jakob Cecil Haraldsson má sjá myndskeið þar sem margir keppendur helgarinnar koma við sögu:

mbl.is

Bloggað um fréttina