Toyota hverfur aftur til fortíðar

Toyota hefur aftur smíði á Land Cruiser 70 í Japan.
Toyota hefur aftur smíði á Land Cruiser 70 í Japan. mbl.is/Toyota

Toyota ætlar að halda upp á 30 ára afmæli Land Cruiser-jeppans og það með stæl. Jú, með því að smíða að nýju fyrstu gerð bílsins, Land Cruiser 70-jeppann.

Þessir afmælisjeppar standa þó einungis til boða í Japan en bílsmiðurinn segist vera að bregðast við „víðtækum óskum landsmanna“ um að hefja aftur smíði og sölu 70-bílsins.

Hann hvarf af markaði í Japan árið 2004 en birtist senn aftur. Talsmenn Toyota segja áætlanir gera ráð fyrir um 200 pöntunum í bílinn á mánuði í eitt ár. Land Cruiser 70 verður fáanlegur með 4,0 lítra V6-vél með áföstum fimm hraða handskiptum gírkassa. Í akstri má velja milli drifs á tveimur hjólum eða öllum fjórum.

Til að halda enn frekar upp á tímamótin í sögu Land Cruiser-jeppanna mun Toyota einnig bjóða sérstakar afmælisútgáfur af jeppanum, Land Cruiser ZX Bruno Cross og Land Cruiser Prado TX Argento Cross.

agas@mbl.is

Toyota hefur aftur smíði á Land Cruiser 70 í Japan.
Toyota hefur aftur smíði á Land Cruiser 70 í Japan.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina