Hleðslustöð á Selfossi í samband

Áfylling á Selfossi (t.v.): Guðmundur Ármann Pétursson, Sigurður K. Pálsson …
Áfylling á Selfossi (t.v.): Guðmundur Ármann Pétursson, Sigurður K. Pálsson frá Olís, Ásdís Gíslason markaðsstjóri ON, Jón Halldórsson, forstjóri Olís og Brynjar Stefánsson frá ON.

Öku­menn raf­bíla geta nú hlaðið þá á hleðslu­stöð Orku nátt­úr­unn­ar, fram­leiðslu- og sölu­fyr­ir­tæk­is Orku­veitu Reykja­vík­ur, sem opnuð var í vik­unni.

Þetta er átt­unda stöðin af tíu sem ON mun halda úti á Suður- og Vest­ur­landi. Fyr­ir eru stöðvar við höfuðstöðvar ON á Bæj­ar­hálsi 1, Reykja­vík, við bif­reiðaum­boð BL við Sæv­ar­höfða, við Smáralind í Kópa­vogi, við Skelj­ung á Miklu­braut, á Fitj­um í Reykja­nes­bæ, við IKEA í Garðabæ og í Borg­ar­nesi.

Guðmund­ur Ármann Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri Sól­heima í Gríms­nesi, opnaði stöðina á Sel­fossi. Hann hef­ur átt raf­magns­bíl í tæpt ár og tel­ur þess­ar stöðvar lyk­ilþátt í að hraða raf­bíla­væðingu á Íslandi. Með til­liti til um­hverf­is­sjón­ar­miða og sparnaðar séu raf­bíl­ar góðir fyr­ir Ísland. Frá ára­mót­um hafa tíu raf­bíl­ar bæst við bíla­flota Íslend­inga mánaðarlega og bíl­teg­und­um í boði fjölg­ar.

Liður í stefnu Olís

Jón Hall­dórs­son, for­stjóri Olís, seg­ir í til­kynn­ingu að opn­un hraðhleðslu­stöðvar fyr­ir raf­bíla sé liður í stefnu fé­lags­ins að auka aðgengi viðskipta­vina að um­hverf­i­s­væn­um og end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um.

Olís rek­ur nú tvær met­anafgreiðslur í Reykja­vík og opn­ar þá þriðju í sam­starfi við Norður­orku á Ak­ur­eyri á næstu vik­um. Í fyrra kynntu full­trú­ar fé­lags­ins fyrst ís­lenskra olíu­fyr­ir­tækja, dísi­lol­íu blandaða með vetn­is­meðhöndlaðri líf­rænni olíu, sem er hreinna og um­hverf­i­s­vænna dísileldsneyti en þekkst hef­ur. Allt er þetta liður í um­hverf­is­stefnu fé­lags­ins sem starfað hef­ur verið eft­ir um ára­bil. sbs@mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »