Dýrkeyptur utanvegaakstur

Ökumaðurinn fékk sekt að upphæð 200 þúsund krónum fyrir athæfið.
Ökumaðurinn fékk sekt að upphæð 200 þúsund krónum fyrir athæfið. Af Facebook-síðu lögreglunnar á Hvolsvelli.

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Hvolsvelli í gær en ferðamaður hafði fest bíl sem hann var á í drullu. Farið var að Rangárbotnum að Fjallabaki ásamt björgunarsveitinni Dagrenningu, en þá kom í ljós að ökumaður bifreiðarinnar hafði ekið utan vega á stóru svæði og valdið töluverðum skemmdum.

Fram kemur á facebooksíðu lögreglunnar á Hvolsvelli, að talsverðar skemmdir hafi orðið vegna akstursins á mosagrónu svæði. Mikil bleyta var og komu djúp hjólför eftir bifreiðina. Ökumaðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, bar við að hann vissi ekki að bannað væri að aka þarna um. 

Maðurinn fékk fyrir vikið 200 þúsund króna sek. 

mbl.is

Bloggað um fréttina