Framtíð vistvænna bíla ráðin?

Um 40.000 vistvænir bílar eru í Noregi. Á myndinni má …
Um 40.000 vistvænir bílar eru í Noregi. Á myndinni má sjá akrein fyrir strætisvagna og vistvæna bíla. mbl.is/afp

Sam­göngu­viku lauk í gær með bíl­laus­um degi, þar sem fólk var hvatt til að nýta sér aðra sam­göngu­máta en einka­bíl­inn og um leið hug­leiða hvernig hlúa mætti bet­ur að um­hverf­inu.

Einn af viðburðum vik­unn­ar var ráðstefna Grænu ork­unn­ar sem hald­in var á Grand Hotel sl. miðviku­dag. Yf­ir­skrift ráðstefn­unn­ar var Vist­væn­ar sam­göng­ur – veg­ur eða veg­leysa?

Fyr­ir­les­ar­ar voru marg­ir, bæði inn­lend­ir og er­lend­ir, og er óhætt að segja að á heild­ina litið hafi ráðstefn­an verið einkar fræðandi. Greina mátti að mik­il samstaða er á meðal þeirra sem koma að rekstri og inn­flutn­ingi á vist­væn­um far­ar­tækj­um, hvort held­ur um er að ræða bíla knúna raf­orku eða öðrum vist­væn­um orku­gjöf­um.

Einn af áhuga­verðari fyr­ir­lestr­um þessa dags var Electromobility in Akers­hus: Achievementa and policy tow­ards the fut­ure, flutt­ur af hinni norsku Sol­veigu Sc­hytz, for­manni skipu­lags-, um­hverf­is- og viðskiptaþró­un­ar­nefnd­ar Akers­hus County.

Hún fjallaði um hvernig stjórn­völd í Nor­egi hefðu frá ár­inu 2001 unnið mark­visst að fjölg­un raf­bíla í um­ferðinni. Það var ekki ein­ung­is gert með því að fella niður virðis­auka­skatt af raf­bíl­um og með íviln­un­um við inn­flutn­ing á öðrum vist­væn­um bíl­um, þó svo að það sé grund­vall­ar­atriði. Í Nor­egi eru tæp­lega 40.000 raf­bíl­ar og er áætlað að í apríl á næsta ári verði þeir orðnir 50.000.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagði Sc­hytz að hinn stór­góði ár­ang­ur sem náðst hef­ur í Nor­egi sé ekki síst stjórn­völd­um að þakka. „Öðru­vísi hefði þetta ekki verið hægt. Frá fyrsta degi var það mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar að fjölga vist­væn­um bíl­um og var markið sett á að í apríl 2015 væri fjöld­inn kom­inn upp í 50.000 bíla,“ seg­ir Sc­hyltz. Eig­end­ur vist­vænna bíla í Nor­egi geta lagt án end­ur­gjalds í gjald­skyld stæði, þurfa ekki að greiða vegatolla, geta hlaðið bíla sína end­ur­gjalds­laust víða og svo mætti lengi telja. Þegar mark­inu er náð í fjölda raf­bíla mun þetta ef­laust breyt­ast smám sam­an eitt af öðru. Þess­ar íviln­an­ir voru gerðar til að raf­bíla­væða Nor­eg upp að vissu marki og þó að ekki sé kom­inn apríl má samt segja að það hafi tek­ist.

Mark­mið til lengri tíma

Sc­hyltz er sann­færð um að hið sama megi gera hér á landi. „Ísland hef­ur alla burði til að vera öðrum fyr­ir­mynd í notk­un á vist­væn­um bíl­um. Það ætti að vera hæg­ur leik­ur að raf­bíla­væða Ísland en til þess þarf full­an stuðning stjórn­valda því þetta er nokk­urra ára verk­efni sem krefst þess að íviln­an­ir séu ein­hverj­ar. Ég veit að hér á landi hef­ur verið erfitt að ákv­arða fram­haldið hvað vist­væna bíla varðar þar sem und­anþága frá lög­um um virðis­auka­skatt fell­ur niður nú um ára­mót­in,“ seg­ir hún. Fleiri hafa haft af því áhyggj­ur að verð á raf­bíl­um og öðrum vist­væn­um kost­um rjúki upp um ára­mót­in og marg­ir lýst því yfir að raf­bíla­væðing­in myndi líða und­ir lok því verðhækk­un­in yrði of mik­il.

Nú­ver­andi rík­is­stjórn Íslands hef­ur frá upp­hafi lýst áhuga á að efla vist­væn­ar sam­göng­ur, meðal ann­ars í stjórn­arsátt­mál­an­um. Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagði Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að út­litið væri síður en svo svart hvað þessi mál varðaði. „Ákvörðun hef­ur verið tek­in og íviln­an­irn­ar verða fram­lengd­ar,“ sagði Ragn­heiður Elín. Ef­laust eiga marg­ir eft­ir að fagna þess­ari ákvörðun ef marka má þann mikla sam­hljóm sem er á meðal meðlima Grænu ork­unn­ar.

Jón Björn Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenskr­ar nýorku og verk­efna­stjóri Grænu ork­unn­ar, er einn þeirra sem fagna því að und­anþágan verði fram­lengd frá og með næstu ára­mót­um. Hann seg­ir að síðustu mánuðir hafi ein­kennst af óvissu um framtíð vist­vænna bíla hér á landi. „Að stofna til verk­efna sem yf­ir­leitt ná yfir mjög lang­an tíma er mjög erfitt þegar ekki er vitað lengra fram í tím­ann. Öll verk­efni sem tengj­ast vist­væn­um bíl­um eru í raun á ís þegar ekki er vitað hvernig framtíðin ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir hann.

Fram­leiðend­ur vilja vita meira

Ef við lít­um aft­ur til Nor­egs má sjá að verk­efnið um raf­bíla­væðing­una var miðað við fjór­tán ár. Árið 2001 var litið til þess ár­ang­urs sem myndi nást árið 2015 og nú er sá ár­ang­ur vel sýni­leg­ur. Eðli máls­ins sam­kvæmt ger­ir lengri tíma stefna verk­efni á borð við þetta mun auðveld­ara í fram­kvæmd. „Bíla­fram­leiðend­ur hugsa aldrei bara 12 mánuði fram í tím­ann held­ur verða þeir að hugsa um fjög­ur ár fram í tím­ann. Til þess að fá verk­efni á borð við það sem Nis­s­an kom með inn í landið þá var það vitað eitt og hálft ár fram í tím­ann,“ seg­ir Jón Björn og vís­ar þar til hraðhleðslu­stöðva sem komið var fyr­ir víða. Það er því ekki bara spurn­ing um hvort umboðin ráði við að selja bíl­ana sem flutt­ir eru inn held­ur er stóra spurn­ing­in alltaf hvort fram­leiðand­inn úti í hinum stóra heimi hafi áhuga á að gera áætlan­ir og koma með bíla til landa þar sem brugðið get­ur til beggja vona. „Þeir hafa nefni­lega verið til í að taka þátt í kostnaði og markaðssetn­ingu. Rétt eins og Nis­s­an sem legg­ur til hraðhleðslu­staur­ana og fjár­muni í verk­efnið. Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir Ísland að fá slík verk­efni inn á jafnó­dýr­an máta því bíla­fram­leiðend­ur sjá það al­veg fyr­ir sér að Ísland geti orðið eins kon­ar para­dís vist­vænna bíla,“ seg­ir hann. Áhugi bíla­fram­leiðenda er til staðar en þeir þurfa að vita hversu langt fram í tím­ann hægt er að gera áætlan­ir.

Mót­un skyn­sam­legr­ar stefnu

Rétt eins og hin norska Sc­hyltz benti á þá kall­ar þetta allt á sam­vinnu og seg­ir Jón Björn að sam­vinna við rík­is­stjórn­ina geti orðið heilla­væn­leg. „Það er al­veg lag fyr­ir þessa rík­is­stjórn að gera þetta til lengri tíma og fylgja því þannig eft­ir sem seg­ir í stjórn­arsátt­mál­an­um. Það sem við vær­um til í að gera með rík­is­stjórn Íslands er að móta skyn­sam­lega stefnu. Við erum al­veg á því sjálf að þetta sé ekki íviln­un sem eigi að vara enda­laust og ein­hvern tíma þurfa vist­væn­ir bíl­ar að borga til sam­fé­lags­ins eins og aðrir bíl­ar,“ seg­ir Jón Björn og nefn­ir sem dæmi að ef tryggt væri að und­anþága gilti til árs­ins 2017 væri hægt að sækja um þátt­töku í ým­iss kon­ar verk­efn­um. „Ef stjórn­völd eru svona já­kvæð í garð vist­vænna sam­gangna er þetta stór­kost­legt tæki­færi núna sem við ætt­um að nýta okk­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Íslenskr­ar nýorku og verk­efna­stjóri Grænu ork­unn­ar, Jón Björn Þrá­ins­son.

mal­in@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »