Bílaframleiðendur beita blekkingum

Framleiðendur fullyrða að bílar þeirra eru 18-50% sparneytnari en niðurstöður sýna. Þetta kom fram í mælingum á eldsneytisnotkun hjá bílaframleiðendum en sjálfstæður rannsóknaraðili framkvæmdi prófanir fyrir ítölsku neytendasamtökin, Altroconsumo.

Á vefsvæði Neytendasamtakanna segir að þetta sé í fyrsta skipti í Evrópu sem neytendasamtök láta prófa mælingar á eldsneytisnotkun hjá bílaframleiðendum. Niðurstaðan leiddi í ljós blekkingu framleiðenda, sem gera oft minna úr eyðslu bifreiða en efni standa til.

Í ljós kom að framleiðendur fullyrtu að bílarnir þeirra væru 18-50% sparneytnari en niðurstöður sýndu. Tegundirnar Fiat Panda 1.2 og Volkswagen Golf 1.6 TDI voru prófaðar.

Altroconsumo ætlar að fara fyrir ítalskan dómstól fyrir hönd eigenda bifreiðanna tveggja og krefjast endurgreiðslu en það er þá í fyrsta skipti sem slíkt mál fer fyrir dómstóla innan ESB. „Gera má ráð fyrir að eigendur bifreiðanna hafi jafnvel greitt allt að 500 evrum meira á ári fyrir eldsneyti en búast mátti við útfrá fullyrðingum í auglýsingum (um 77.000 ISK miðað við 15.000 km akstur á ári).“

Niðurstöður könnunar Altroconsumo sýna svo ekki verður um villst hvernig framleiðendur nota smugur eins og of háan loftþrýsting í dekkjum eða létta bifreiðina til að ná tiltölulega lægri eldsneytisnotkun en við raunverulegar akstursaðstæður.

mbl.is