Saab segir upp þriðjungi starfsfólk

Saab
Saab mbl.is/NEVS

Sænski bílframleiðandinn Saab þarf að segja upp þriðjungi starfsfólks fyrirtækisins eða um tvö hundruð manns. Þetta kom fram í tilkynningu fyrirtækisins í dag.

Eftir að farið var fram á gjaldþrotaskipti fyrirtækisins árið 2012 stofnaði kínverskt fyrirtæki félag í Svíþjóð, Nevs, til þess að kaupa Saab. Að þeirra sögn var skörðunin um uppsagnirnar tekin vegna þess að ekki var hægt að útvega starfsfólkinu vinnu en starfseminni í verksmiðjum fyrirtækisins í Troll­hätt­an var stöðvuð í maí sl. Nevs hefur verið í greiðslustöðvun frá byrjun september.

Fyrirtækið segir að ef samningar við lánardrottna takast verði hægt að hefja framleiðslu á ný með þeim 350 starfsmönnum sem eftir standa. Tekið var þó fram að það myndi taka sinn tíma.

Nevs er dótt­ur­fyr­ir­tæki kín­verska iðnaðarris­ans Nati­onal Modern Energy Hold­ings, sem á 78% hlut, og kín­versku borg­ar­inn­ar Qingdao, sem á 22%. Sem stend­ur fram­leiðir Saab ein­ung­is eitt bíla­mód­el – 9-3 Aero Sed­an – en Nevs hef­ur uppi áform um mikla sókn inn á kínversk­an markað með úr­vali Saab-raf­bíla

mbl.is

Bloggað um fréttina