Pagani Huayra er einstaklega áhugaverður og fallegur bandarískur sportbíll. En hann er ekki fyrir hvern sem er því leikfang þetta kostar sem svarar 220 milljónum króna.
Nærvera Huayra er einkar kröftug því það liggur við að jarðskjálftamælar nemi titringinn þegar hinni tvíforþjöppuðu sex lítra V12-vél er gefið inn. Út úr henni má taka allt að 730 hestöfl og aflið því vel umfram þarfir bílsins.
Vélin er fengin frá Mercedes-Benz. Afl hennar dugir til að rífa Huayrabílinn úr kyrrstöðu í 100 km hraða á innan við þremur sekúndum. Því skilar hún til afturhjólanna með milligöngu sjöhraða SCT-skiptingu. Uppgefinn hámarkshraði er 360 km/klst.
Yfirbyggingin er öll úr koltrefjaefni og er einstaklega straumlínulaga. Til að tryggja að bíllinn límist við veginn eru Pirelli P-Zero dekk á öllum fjórum hornum. Að framan 255/35YR19 og 335/30YR20 að aftan. Felgurnar eru sérsteyptar úr afar léttri álblöndu.
Sæti eru fyrir tvo í bílnum sem er með tómaþyngd upp á 1.340 kíló.