Smart ForTwo og ForFour frumsýndir

Hinn nýji Smart ForFour á sýningunni í París.
Hinn nýji Smart ForFour á sýningunni í París.

Fulltrúar nýrrar kynslóðar Smart ForTwo og ForFour hafa verið frumsýndir á alþjóðlegu bílasýningunni sem hófst í París í gær.

Reyndar höfðu myndir verið birtar af þessum tveimur bílum fyrir sýninguna svo útlit þeirra kom ekki svo mjög á óvart.

Smart ForTwo af árgerðinni 2015 er 2,69 metra langur, 1,66 metra breiður og  1,55 metra hár. Hjólhafið er svo 1,873 metra langt.

ForFour er stærri bíll, eða  3,49 metra langur og hjólhaf hans er 2,494 metrar.

Þeir verða búnir 1,0 lítra vél sem skilar 71 hestafli og 91 Nm torki.  Síðar verða þeir einnig fáanlegir með 0,9 lítra vél með forþjöppu er skilar 90 hestöflum og 135 Nm torki. Enn síðar bætist svo við valið 60 hestafla vél sem grunnkostur. Hægt verður að velja um  fimm hraða handskiptingu eða sex hraða tvíkúplaða skiptingu.

Í Evrópu er verð á hinum nýja ForTwo frá 11.000 evrum - sem svarar tæplega 1,7 milljónum króna -  og  ForFour frá 11.600 evrum.

Smart ForTwo á sýningarbás Smart í París.
Smart ForTwo á sýningarbás Smart í París.
Smart ForTwo á sýningunni í París.
Smart ForTwo á sýningunni í París.
mbl.is

Bloggað um fréttina