Líkaminn þolir takmarkaðan hraða

Hópárekstur á hollenskri hraðbraut.
Hópárekstur á hollenskri hraðbraut. mbl.is/afp

Samgöngustofa segir, að  öryggi vegfarenda takmarkist við það hvað mannslíkaminn þolir.

Hjálmur,  krumpusvæði bílsins, barnabílstóll, loftpúði, öryggisbelti og margt fleira sé til þess að takmarka það tjón sem líkaminn og líffæri gætu orðið fyrir ef slys ætti sér stað.

„En það eru ekki bara þessi öryggistæki sem skipta máli heldur og það að ökumaðurinn og aðrir vegfarendur fari eftir þeim reglum sem gilda. Reglur og takmarkanir t.d. á hraða eru settar til þess að afleðingarnar af mistökum ökumanns verði sem minnstar ef óhapp á sér stað. Að líkamstjón verði sem minnst miðað við bestu mögulegu aðstæður,“ segir í hugleiðingu á vefsetri Samgöngustofu.

Sé hraðar farið en leyfður hámarkshraði segir til um sé í raun tekin mun meiri áhætta á að ökumaður eða aðrir vegfarendur slasist alvarlega eða látist ef óhapp eða mistök eigi sér stað. „Það borgað sig að hafa þetta í huga næst þegar sú hugsun læðist að manni að fara hraðar,“ segir Samgöngustofa.

mbl.is

Bloggað um fréttina