Sífellt fleiri ökutæki fá grænan miða

Bílafloti landsmanna er einn sá elsti í Evrópu og hafa …
Bílafloti landsmanna er einn sá elsti í Evrópu og hafa bifvélavirkjar nóg að gera við að halda honum gangandi. mbl.is/Júlíus

Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu, sem teknar voru saman fyrir Morgunblaðið, fengu tæplega 40 þúsund ökutæki grænan endurskoðunarmiða hjá skoðunarfyrirtækjunum á síðasta ári.

Það sem af er ári hafa yfir 30 þúsund ökutæki verið endurskoðuð og stefnir því í svipaðan fjölda á þessu ári og í fyrra. Árið 2008 fóru um 26 þúsund ökutæki í endurskoðun.

Bílafloti landsmanna er með þeim allra elstu í Evrópu, með 12 ára meðalaldur. Í ríkjum ESB er meðalaldurinn 8,6 ár, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina