Rafmagn og metan sækja enn á

Friðbert Friðbertsson segir rannsóknir sýna að samsetning bílaflotans á Íslandi …
Friðbert Friðbertsson segir rannsóknir sýna að samsetning bílaflotans á Íslandi mun halda áfram að þróast á þann veg að smábílum fer fjölgandi. mbl.is/Árni Sæberg

Friðbert Friðberts­son seg­ir söl­una í dag vera mesta í smærri bíl­um og jepp­ling­um.

„Vax­andi hlut­ur minnstu bíl­anna í bíla­flota lands­manna er í takt við þá þróun sem við höf­um séð ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Í Dan­mörku eru þannig 60% bíla­flot­ans smærri bíl­ar. Rann­sókn­ir á ís­lenska markaðinum sýna að lík­legt er að bíla­sal­an muni halda áfram á þess­ari braut.“

Friðbert er for­stjóri Heklu. Hann seg­ir von á mörg­um spenn­andi nýj­um bíl­um á næst­unni. „Nýr VW Passat var kynnt­ur á bíla­sýn­ing­unni í Par­ís á dög­un­um, mjög flott­ur bíll og vel bú­inn sem hef­ur fengið góða dóma hjá bíla­blaðamönn­um. Einnig er vænt­an­leg­ur nýr Skoda Fabia-smá­bíll sem ætti að henta mjög vel ís­lensk­um markaði.“

Raf­magnið vek­ur lukku

Neyt­end­ur hér á landi velja í æ meira mæli bíla sem ganga fyr­ir orku­gjöf­um öðrum en bens­íni og dísil. Seg­ir Friðbert nýj­an raf­magns-Golf, e-Golf, koma á markaðinn í lok árs en þegar hafa bíl­ar á borð við raf­magns-e-up! og Audi A3 e-tron-tvinn­bíl­inn fengið góðar viðtök­ur.

„Mitsu­bis­hi Outland­er-jepp­inn selst vel í tvinnút­gáfu. Bíll­inn er tví­orku­bíll, knú­inn með raf­magni og bens­íni. Hægt er að aka allt að 50 km á raf­magni og 600-700 km til viðbót­ar á full­um bens­ín­tanki. Þar sem dæmi­gerður dag­leg­ur akst­ur einka­bíls á höfuðborg­ar­svæðinu er inn­an við 40 km er þetta bíll sem marg­ir aka á raf­magns­hleðslunni ein­göngu. Samt hafa þeir alltaf mögu­leik­ann á að leggja af stað út fyr­ir bæj­ar­mörk­in.“

Lítið virðist hafa farið fyr­ir umræðunni um met­an­bíla það sem af er ár­inu en Friðbert seg­ir það ekki þýða að þess­ir bíl­ar eigi ekki er­indi á Íslandi. „Um tíma féllu met­an­bíl­ar í skugg­ann af umræðu um raf­magns­bíla og nei­kvæð umræða hef­ur verið um bíla sem breytt var á Íslandi til að þeir gætu gengið fyr­ir met­ani. Hekla sel­ur ein­ung­is met­an­bíla sem koma til­bún­ir frá fram­leiðend­um og hafa þeir reynst vel.“

Bend­ir Friðbert á að met­anafgreiðslu­stöðvum fjölgi hratt og eft­ir­spurn­in eft­ir þessu eldsneyti hafi verið meiri en gert var ráð fyr­ir. „Hægt er að fylla á met­antank­inn á nokkr­um stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu og ný­lega var opnuð met­an­stöð á Ak­ur­eyri. Þeir sem velja met­an­bíla sjá bæði um helm­ings-sparnað í eldsneyt­is­kostnaði borið sam­an við bens­ín- og dísil­bíla, og um leið gera þeir um­hverf­inu gott því met­an-vél­arn­ar skila frá sér hreinni út­blæstri.“

Lúx­us í litl­um pakka

Að sögn Friðberts leit­ar þorri viðskipta­vina í fram­leiðend­ur með hag­stætt verð, s.s. Skoda og Volkswagen. Þar með er ekki sagt að bíl­ar í lúx­us­flokki, eins og Audi, safni ryki í sýn­ing­ar­söl­un­um. Hjálp­ar þar til að Audi og aðrir fram­leiðend­ur í sama gæðaflokki hafa stækkað mjög hjá sér fram­boðið á bíl­um og hægt er að finna minni lúx­usu­bíla sem eru á hag­stæðu verði.

„Það er hægt að kaupa Audi A3 á minna en fimm millj­ón­ir og er þar kom­inn bíll í hæsta gæðaflokki sem bæði hef­ur spar­neytna og kröft­uga vél og er hlaðinn tækni­búnaði.“

Talandi um lúx­us­bíla þá nefn­ir Friðbert nýj­an Audi TT sem frum­sýnd­ur var í Genf fyrr á ár­inu og fer í sölu árið 2015. „Ein merki­leg­asta nýj­ung­in í þeim bíl er mæla­borðið en þar hef­ur hefðbundn­um skíf­um og vís­um verið skipt út fyr­ir tölvu­skjá sem sýn­ir bæði hraða og snún­ing sam­hliða því að hýsa leiðsögu­kerfið.“

ai@mbl.is

Ný­leg­ir notaðir bíl­ar selj­ast vel

Sala á nýj­um og notuðum bíl­um er far­in að glæðast. Friðbert seg­ir að vegna sam­drátt­ar sem varð á inn­flutn­ingi nýrra bíla sé greini­leg­ur skort­ur á öku­tækj­um af ár­gerðum 2009-2011 og bíl­ar á þess­um aldri sem koma á markaðinn selj­ist vel. „Eins og und­an­far­in ár eru það eyðslu­frek­ir bens­ín­bíl­ar sem erfiðast er að selja.“
Framleiðendur lúxusbila hafa útvíkkað framboðið og hægt að fá lúxusinn …
Fram­leiðend­ur lúx­us­bila hafa út­víkkað fram­boðið og hægt að fá lúx­us­inn í smá­um pökk­um ef fólk vill síður kaupa stóru og dýru dross­í­urn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »