Fá fyrstir vetnisbíl Toyota

Vetnisbíll Toyota á bílasýningunni í París.
Vetnisbíll Toyota á bílasýningunni í París.

Þýska­land, Bret­land og Dan­mörk hafa auk Jap­ans orðið fyr­ir val­inu sem fyrstu markaðirn­ir sem vetn­is­bíll­inn Toyota FCV verður  seld­ur á. Raðsmíði á hon­um verður haf­in á næsta ári, 2015.

Skattafslátt­ur og fast­mótaðar áætlan­ir um fjölg­un tankstöðva fyr­ir vetni eru meg­in ástæður þess að Dan­ir verða í hópi fyrstu ríkja sem vetn­is­bíll­inn verður seld­ur á. Hann hef­ur hingað til gengið und­ir heit­inu Toyota FCV en óvíst hvort sú nafn­gift haldi þegar nær dreg­ur því að hann komi á göt­una og fjölda­smíðin hefst.

Sem stend­ur er að finna þrjár áfyll­inga­stöðvar fyr­ir vetni í Dan­mörku en þeim mun fjölga í 11 árið 2015.

Í vetn­is­bíl er í grund­vall­ar­atriðum vetni breytt í vatn og við þau efna­skipti verður til raf­straum­ur er knýr bíl­inn. Ekk­ert gróður­húsaloft fell­ur til við orku­skipt­in.

Hermt er að vetn­is­bíll muni draga ámóta langt á tankfylli og hefðbund­inn bens­ín­bíll og þar af leiðandi kom­ast þeir mun lengra en raf­bíl­ar draga á fullri raf­hleðslu.

Toyota FCV er álíka stór og Avens­is en aðeins hærri og með lengra hjól­haf en það skýrist af því að vetn­istankur­inn og raf­geym­arn­ir eru í bíl­botn­in­um.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvaða verðmiði verður á vetn­is­bíl Toyota en þýsk­ir, bresk­ir og dansk­ir sér­fræðing­ar skjóta á að hann verði seld­ur á sem svar­ar um 10 millj­ón­um ís­lenskra króna. Er það næst­um helm­ingi lægra verð en á vetn­is­bíln­um Hyundai ix35 Fuel Cell, sem seld­ur hef­ur verið í Dan­mörku á 950.000 krón­ur, eða lang­leiðina í 20 millj­ón­ir ís­lenskra.

mbl.is