10 til 15 bílar í röð

mbl.is/afp

Spáð er fyrsta vetrarveðri haustsins á morgun og því ekki seinna vænna að huga að vetrardekkjum.

Á dekkjaverkstæðinu Dekkverki ehf. við Nýbýlaveg í Kópavogi var mikið að gera í morgun en verkstæðið var opnað klukkan 10.

„Það er alveg sérstaklega mikið að gera hjá okkur núna, ég held að það séu eitthvað um 10 til 15 bílar í röð hérna,“ segir Jón Haukdal, starfsmaður Dekkverks.

Aðspurður hvort það sé mikið fyrir sunnudagsmorgun segir hann svo vera. Verkstæðið er nokkuð vel birgt af vetrardekkjum og telur Jón því að dagurinn í dag muni ganga vel.

„Við erum búin að vera með algjört ofurtilboð þar sem hægt er að fá umgang af vetrardekkjum á 29.900 og upp úr fyrir fólksbíl. Dagurinn verður flottur,“ segir Jón.

Veist þú um dekkjaverkstæði sem er opið í dag? Sendu okkur línu á netfrett@mbl.is og láttu okkur vita.

Alls ekkert ferðaveður á morgun

mbl.is

Bloggað um fréttina