Illa búnir bílaleigubílar í umferð

Frakkarnir voru heppnir að slasast ekki þegar bifreið þeirra valt …
Frakkarnir voru heppnir að slasast ekki þegar bifreið þeirra valt á Mýrdalssandi í morgun. Ljósmynd Hafdís Karlsdóttir

Tveir Frakkar á íslenskum bílaleigubíl sluppu ótrúlega vel í morgun er bifreið þeirra valt á Mýrdalssandi. Bíllinn var á afar lélegum dekkjum og ónegldum, segir Hafdís Karlsdóttir leiðsögumaður, sem kom að slysinu. 

Hún ásamt bílstjóra hóps ferðamanna hlúði að fólkinu sem var illa brugðið en ekki hafði verið varað við hálku á Mýrdalssandi á vef Vegagerðarinnar.

Að sögn Hafdísar er fyllsta ástæða til að fara varlega um sandinn en þar sé mjög hált. Hún segir ótrúlegt að sjá bifreiðina sem Frakkarnir höfðu leigt hér á landi; eldgamlan jeppa á handónýtum dekkjum og alls ekki búinn til vetraraksturs.

mbl.is

Bloggað um fréttina