Vel árar hjá Volvo

Volvo
Volvo AFP

Hagnaður sænska bílframleiðandans Volvo jókst um átta prósent á síðasta ársfjórðungi og nam 1,5 milljarði sænskra króna. Tekjurnar jukust um 3,6 prósent og námu 67,2 milljörðum sænskra króna og voru þannig framar væntingum en gert hafði verið ráð fyrir 63,8 milljarða króna tekjum.

Sögðu forsvarsmenn Volvo að afkoman væri góðu gengi á bandarískum og japönskum mörkuðum að þakka. Vöxtur fyrirtækisins í Suður-Ameríku og Asíu var þó hægari. Þá sagði að stöðugleiki væri að komast aftur á evrópska markaði þar sem óstöðugleiki ríkti á fyrstu tveimur ársfjórðungum vegna efnahagslegs óvissuástands. 

Fyrir einu ári síðan var um tvö þúsund starfsmönnum Volvo sagt upp störfum vegna bágrar stöðu á þeim tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka