Ekki mætt í skoðun í sex ár

Bifreiðaskoðun
Bifreiðaskoðun mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lögreglan stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut við Hvassahraun á sjötta tímanum í gær. Í ljós kom að bifreiðin var óskoðuð og hafði hún ekki verið skoðuð í sex ár. Ökumaðurinn var þar fyrir utan undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda en hann var sviptur ökuréttindum.

Um ellefuleytið í gærkvöldi var annar ökumaður stöðvaður á Bústaðavegi. Hann reyndist undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann var með dóp á sér.

Síðdegis í gær var svo ökumaður stöðvaður í Grafarvogi en hann var undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is