Mislæg gatnamót fækka slysum

Mislæg gatnamót.
Mislæg gatnamót. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sam­kvæmt at­hug­un Vega­gerðar­inn­ar á þrenn­um ný­leg­um mis­læg­um vega­mót­um fækk­ar slys­um um 46 - 67% við bygg­ingu slíkra mann­virkja. Þótt áhrif þeirra séu mis­mun­andi þykir Vega­gerðinni ljóst að þau leiði til bætts um­ferðarör­ygg­is með um­tals­verðri fækk­un slysa.

Skoðuð voru þrenn vega­mót á höfuðborg­ar­svæðinu. Vega­mót Suður­lands­veg­ar og Vest­ur­lands­veg­ar sem byggð voru árið 2006, vega­mót Reykja­nes­braut­ar og Arn­ar­nes­veg­ar frá ár­inu 2008 og mis­lægu vega­mót­in á Reykja­nes­braut og Víf­ilsstaðavegi sem byggð voru á ár­un­um 2008 og 2009. 

Slys­um fækkaði á þeim fyrst­nefndu um 64%, um 67% á vega­mót­um Reykja­nes­braut­ar og Arn­ar­nes­veg­ar en minnst, eða um 46% á síðast­töldu vega­mót­un­um, mót­um Reykja­nes­braut­ar og Víf­ilsstaðaveg­ar. Óvenju­mörg slys urðu á vega­mót­un­um árið 2013 og mun um­ferðardeild Vega­gerðar­inn­ar skoða það sér­stak­lega

Áhrif­in á um­ferðarör­yggi eru góð, er niðurstaða skýrsl­unn­ar sem sjá má hér.

mbl.is

Bílar »