4 milljónir Suzuki Swift

Suzuki Swift.
Suzuki Swift. mbl.is/Suzuki

Smábíllinn Suzuki Swift náði merkilegum áfanga nú nýverið er fjórða milljónasta eintakið var selt.

Swift kom fyrst á götuna fyrir áratug, 2004, og áfanganum merka náði hann í ágústmánuði. Fjórar milljónir eintaka höfðu þá verið seldar um veröld víða frá því fyrsta eintakið var selt í Japan í nóvember 2004.

Önnur kynslóð Swift kom til sögunnar 2010 og er bíllinn nú seldur í alls 140 löndum um heim allan.

Segja má að Suzuki Swift sé kraftbirtingarform sérfærni japanska bílsmiðsins í framleiðslu smábíla. Vegna vinsælda Swift var smíði hans einnig fljótlega hafin í Ungverjalandi, Indlandi og Kína. Í mars 2012 bættist svo Thaíland við í hóp framleiðsluríkja.

Suzuki Swift hefur náð talsverðum vinsældum í Noregi en þar seldust af honum 8.350 eintök á árunum 2005 til 2014. Hann er eini bíllinn af B-stærðarflokki þar í landi sem býðst með drif á öllum hjólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka