4 milljónir Suzuki Swift

Suzuki Swift.
Suzuki Swift. mbl.is/Suzuki

Smá­bíll­inn Suzuki Swift náði merki­leg­um áfanga nú ný­verið er fjórða millj­ón­asta ein­takið var selt.

Swift kom fyrst á göt­una fyr­ir ára­tug, 2004, og áfang­an­um merka náði hann í ág­úst­mánuði. Fjór­ar millj­ón­ir ein­taka höfðu þá verið seld­ar um ver­öld víða frá því fyrsta ein­takið var selt í Jap­an í nóv­em­ber 2004.

Önnur kyn­slóð Swift kom til sög­unn­ar 2010 og er bíll­inn nú seld­ur í alls 140 lönd­um um heim all­an.

Segja má að Suzuki Swift sé kraft­birt­ing­ar­form sér­færni jap­anska bílsmiðsins í fram­leiðslu smá­bíla. Vegna vin­sælda Swift var smíði hans einnig fljót­lega haf­in í Ung­verjalandi, Indlandi og Kína. Í mars 2012 bætt­ist svo Thaí­land við í hóp fram­leiðslu­ríkja.

Suzuki Swift hef­ur náð tals­verðum vin­sæld­um í Nor­egi en þar seld­ust af hon­um 8.350 ein­tök á ár­un­um 2005 til 2014. Hann er eini bíll­inn af B-stærðarflokki þar í landi sem býðst með drif á öll­um hjól­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »