Ford bjargar flugvél

Frá undirbúningi myndatökunnar á Sandana-flugvelli í Noregi.
Frá undirbúningi myndatökunnar á Sandana-flugvelli í Noregi.

Bílsmiðir leita stöðugt ný­stár­legra leiða til að vekja at­hygli á vöru sinni. Þannig leigði Ford flug­völl í Nor­egi og hélt þangað með 60 manna lið til að taka upp kynn­ing­ar­mynd­band fyr­ir nýja kyn­slóð Mondeo-bíls­ins.

Kjarni aug­lýs­ing­ar­inn­ar er sá að flug­vél í neyð er leiðbeint inn til lend­ing­ar á myrk­um flug­velli með díóðu aðalljós­um bif­reiðar­inn­ar. Rob Cohen, leik­stjóri kvik­mynd­ar­inn­ar „The Fast and the Furi­ous“, stýrði verk­inu.

Mynd­bandið verður notað í aug­lýs­inga­skyni fyr­ir Ford Mondeo hinn nýja og er hug­mynd­in með því m.a. að end­ur­spegla margt af þeirri snjall­tækni sem í bíln­um verður að finna. Þar á meðal verður árekstr­ar­vörn sem auðveld­ar öku­manni m.a. að leggja í stæði og forðast aðra bíla og gang­andi veg­far­end­ur.

Auk þess mun díóðuljósa­búnaður Mondeo bíls­ins laga sig að birtu­skil­yrðum hverju sinni. 

Þá munu radd­stýr­ing­ar gegna mik­il­vægu hlut­verki í bíln­um. Segi ökumaður til að mynda upp­hátt að hann sé svang­ur birt­ist á skemmti- og upp­lýs­inga­skjá nær­liggj­andi veit­inga­hús.

Aug­lýs­ing­in verður einn­ar mín­útna löng og verður frum­sýnd í sjón­varpi á sunnu­dag­inn kem­ur, 2. nóv­em­ber, í út­send­ingu á „Downt­on Abbey“-þætti.   Hún verður einnig aðgengi­leg á sam­fé­lagsvefj­um sem Face­book, Twitter, Google+ og In­sta­gram svo og á 
YouTu­be.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »