Bílaflotinn úreldist

mbl.is/Júlíus

Lands­menn áttu um sein­ustu ára­mót bif­reiðar sem voru metn­ar á 187,4 millj­arða, eða 416 millj­ón­um minna en árið áður að því er fram kem­ur í grein­inni í Tí­und.

Þar seg­ir að bif­reiðaeign lands­manna hafi fallið í verði linnu­laust allt frá ár­inu 2007 en þá var verðmæti þeirra á skatt­fram­töl­um 274,7 millj­arðar, 46,6% hærra en það var um ára­mót­in síðustu.

Verðmæti bif­reiða hef­ur fallið um 31,8% frá ár­inu 2007, þó að það hafi ekki mikið breyst síðustu þrjú árin en frá 2007 hef­ur bíla­flot­inn úr­elst og fallið í verði. Í fyrra voru bíl­ar í eigu ein­stak­linga 4,7% af eign­um, sem er lægsta hlut­fall sem sést hef­ur allt frá ár­inu 1990.

108 þúsund áttu bif­reið

Rúm­lega 108 þúsund ein­stak­ling­ar og fjöl­skyld­ur töldu fram bif­reiðaeign á skatt­fram­tali 2013 og hafa aldrei verið fleiri þó að verðmæti bíl­anna hafi dreg­ist sam­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »