Bílaflotinn úreldist

mbl.is/Júlíus

Landsmenn áttu um seinustu áramót bifreiðar sem voru metnar á 187,4 milljarða, eða 416 milljónum minna en árið áður að því er fram kemur í greininni í Tíund.

Þar segir að bifreiðaeign landsmanna hafi fallið í verði linnulaust allt frá árinu 2007 en þá var verðmæti þeirra á skattframtölum 274,7 milljarðar, 46,6% hærra en það var um áramótin síðustu.

Verðmæti bifreiða hefur fallið um 31,8% frá árinu 2007, þó að það hafi ekki mikið breyst síðustu þrjú árin en frá 2007 hefur bílaflotinn úrelst og fallið í verði. Í fyrra voru bílar í eigu einstaklinga 4,7% af eignum, sem er lægsta hlutfall sem sést hefur allt frá árinu 1990.

108 þúsund áttu bifreið

Rúmlega 108 þúsund einstaklingar og fjölskyldur töldu fram bifreiðaeign á skattframtali 2013 og hafa aldrei verið fleiri þó að verðmæti bílanna hafi dregist saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina