Hálka og hálkublettir eru aðstæður sem varasamar geta verið fyrir bíla sem búnir eru skriðstilli.
Þegar vegir eru hálir er hætt við því að ökumenn missi stjórn á bílnum aki þeir með skriðstillinn á.
Að sögn Samgöngustofu eru dæmi um óhöpp og alvarleg slys á bílum sem ekið hefur verið með skriðstillinn á við ofangreindar aðstæður. Varar hún ökumenn að brúka hjálparbúnað þennan þegar hált er.