Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för sautján ára gamals pilts á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi en pilturinn ók bifreiðinni á 196 kílómetra hraða. Á þessum slóðum er heimilaður hámarkshraði 80 km/klst.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ökumaður bifreiðarinnar sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum en faðir hans kom og sótti son sinn að því loknu.
Um eittleytið í nótt var síðan ölvaður ökumaður stöðvaður í Kópavogi.