17 ára á 196 km hraða

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði för sautján ára gam­als pilts á Reykja­nes­braut­inni í gær­kvöldi en pilt­ur­inn ók bif­reiðinni á 196 kíló­metra hraða. Á þess­um slóðum er heim­ilaður há­marks­hraði 80 km/​klst.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu var ökumaður bif­reiðar­inn­ar svipt­ur öku­rétt­ind­um til bráðabirgða á staðnum en faðir hans kom og sótti son sinn að því loknu.

Um eitt­leytið í nótt var síðan ölvaður ökumaður stöðvaður í Kópa­vogi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »