Rafbíll í Dakarrallið

Ökumennirnir Albert Bosch (l.t.v.) og Agustín Payá með forsvarsmönnum Acciona …
Ökumennirnir Albert Bosch (l.t.v.) og Agustín Payá með forsvarsmönnum Acciona við rallbílinn rafmagnaða.

Brotið verður blað í sögu Dakarralls­ins í janú­ar næst­kom­andi er raf­bíl verður teflt fram til keppni. 

Þetta er ný­mæli því aldrei áður í sögu ralls­ins hef­ur bíll með raf­magns­mótor í afl­rás­inni tekið þátt í Dakarrall­inu.

Það er spænskt bílalið sem kennt er við spænska orku- og bygg­inga­fyr­ir­tækið Acciona. Eng­in bruna­vél verður í bíln­um til að hjálpa upp á sak­irn­ar þegar raf­hleðslan minnk­ar, hér verður um 100% raf­bíl að ræða. 

Ökumaður verður Al­bert Bosch og aðstoðarökumaður Agustín Payá. Mun bíll­inn ganga und­ir heit­inu Acciona 100% EcoPow­ered. Í hon­um verða fjór­ir stór­ir raf­geym­ar sem skipta má út eft­ir þörf­um og end­ur­hlaða.

Rafafl bíls­ins er metið vera 300 hest­öfl og veg­ur raf­mótor­inn aðeins 80 kíló en venju­leg brun­aél hefði verið 200 kíló­um þyngri. Fyr­ir ligg­ur leyfi móts­hald­ar­anna fyr­ir því að skipta megi um raf­geyma í bíln­um á 250 km fresti.

Með þátt­töku sinni seg­ist Acciona-fyr­ir­tækið vilja ýta und­ir sjálf­bæra orku­fram­leiðslu og hreina orku.  Hef­ur vist­vænn bíll ekki áður keppt í svo mik­ils­met­inni keppni sem Dakarrall­inu sem fram fer í 37. sinn og stend­ur yfir frá 4. til 17. janú­ar 2015. Leið öku­manna mun liggja um Arg­entínu, Bóli­víu og Chile. Í þeim öll­um þrem­ur er Acciona með starf­semi á sviði orku­fram­leiðslu og rek­ur vatns­veit­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »