Fjórdrifinn bíll sem beðið er eftir

Mazda6 af árgerðinni 2015 fæst m.a. með drifi á öllum …
Mazda6 af árgerðinni 2015 fæst m.a. með drifi á öllum fjórum.

Með aukinni eftirspurn og sölu á fjórdrifnum bílum þykir vel horfa fyrir Mazda og er bæði nýja CX-3 jepplingnum og 2015 árgerðinni af Mazda6 spáð velgengi.

Mazda 6 býðst fjórdrifinn á næsta ári, með nýþróðum AWD-drifbúnaði. Verður bíllinn boðinn bæði með handskiptingu og sjálfskiptingu. Segist Mazda hafa bætt akstursþægindi í bílnum og með nýju fjöðrunarbúnaði hafi meðal annars tekist að gera bílinn 10% hljóðlátari á grófu undirlagi og 25% hljóðlátari á hraðbrautum.

Þá hefur öryggiskerfið i-ACTIVSENSE verið aukið og endurbætt og nemur blindhornsskynjari til að mynda stærra svæði en áður.

Innanrými Mazda6 er nú búið gæðameiri efnum.
Innanrými Mazda6 er nú búið gæðameiri efnum.
Mazda CX-3 jepplingurinn sviptur hulum í Los Angeles í síðasta …
Mazda CX-3 jepplingurinn sviptur hulum í Los Angeles í síðasta mánuði. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina