Vel ber að hreinsa rúðurnar

Vel þarf að skafa og sópa snjó af bílum áður …
Vel þarf að skafa og sópa snjó af bílum áður en lagt er af stað. mbl.is/Golli

Nú þegar vetr­ar­ríki geng­ur í garð mun lög­regla hafa eft­ir­lit með því að öku­menn hreinsi vel snjó af bíl­um sín­um.

Af þessu til­efni minn­ir sam­göngu­stofa öku­menn á að hreinsa vel snjó af rúðum, spegl­um og ljós­um bif­reiða sinna áður en ekið er af stað. 

„Öku­menn sem ekki sinna þessu geta átt von á af­skipt­um lög­reglu og sekt­um,“ seg­ir á vef­setri stofn­un­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »