6 milljóna jeppar í sjóinn

Mazda CX-5 jeppi
Mazda CX-5 jeppi Af vef Brimborgar

Fimm jepp­ar af gerðinni Mazda CX-5 á veg­um Brim­borg­ar voru á meðal þess sem fór í sjó­inn þegar tutt­ugu gám­ar fóru út­byrðis af flutn­inga­skip­inu Detti­fossi í gær. Eg­ill Jó­hanns­son, for­stjóri Brim­borg­ar, staðfest­ir þetta. Hann seg­ir suma kúnn­ana hafa beðið lengi eft­ir bíl­un­um. Sú bið leng­ist nú enn.

„Við feng­um það staðfest í dag að við höf­um átt fimm bíla sem voru í þess­um gám­um. Þetta eru sirka sex millj­ón­ir stykkið svo þetta eru ríf­lega þrjá­tíu millj­ón­ir,“ seg­ir Eg­ill. Fyr­ir­tækið hafi haft átján bíla í skip­inu en hinir virðist hafa sloppið.

Hluti af bíl­un­um áttu að fara til viðskipta­vina Brim­borg­ar sem höfðu sér­p­antað þá fyr­ir þónokkru síðan í ákveðnum lit­um og með sér­búnaði. Eg­ill seg­ir að skort­ur hafi verið á þess­ari teg­und og því sé vont að missa þá svona. Fyr­ir­tækið er þó tryggt fyr­ir tjón­inu.

„Við erum alltaf með farm­trygg­ingu á öllu sem við flytj­um inn svo við fáum það allt bætt. Það eru ekki nema þessi óþæg­indi fyr­ir kúnn­ana og vesen í kring­um þetta,“ seg­ir Eg­ill um skaðann fyr­ir fyr­ir­tækið.

Dettifoss kom til hafnar í kvöld.
Detti­foss kom til hafn­ar í kvöld. Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina