Lúxusbílar fyrir milljarða í strandskipi

Lögreglu- og björgunarskip í námunda við strandaða norska bílaflutningaskipið Hoegh …
Lögreglu- og björgunarskip í námunda við strandaða norska bílaflutningaskipið Hoegh Osaka á Bramblebanka við Southampton. mbl.is/afp

Hermt er að 1.400 lúxusbíla sé að finna í bílaflutningaskipinu Hoegh Osaka þar sem það liggur á hliðinni á sandrifi við innsiglinguna til Southampton í Englandi. Það er í eigu norskrar útgerðar. 

Hið 52.000 tonna Hoegh Osaka var á útleið frá Southampton er það byrjaði að hallast. Skipverjar óttuðust að því myndi hvolfa  í sundinu milli Southamton og Wighteyju og ákváðu að reyna afstýra því með því að sigla því í strand Bramble Bank sandrifinu við innsiglunina.

Áhöfnina, 25 manns, sakaði ekki og var henni fljótt bjargað frá borði. Það liggur tiltölulega hreyfingarlaust á rifinu með rúmlega 50 gráðu halla. Engin olía hefur lekið úr því. Talið er að björgunaraðgerðir muni taka nokkuð langan tíma og kosta mikla fjármuni.

Meðal lúxusbílanna sem sagðir eru í skipinu eru bílar af gerðunum Rolls-Royces og  Bentley. Herma fregnir, að verðmæti bílfarmsins sé ekki undir 100 milljónum punda, yfir 20 milljörðum króna.

Skipið strandaði á laugardaginn er það var á leið frá Southampton til Þýskalands með hinn dýrmæta farm.

Bátar lögreglu- og björgunarsveita við strandaða bílaflutningaskipið norska, Hoegh Osaka, …
Bátar lögreglu- og björgunarsveita við strandaða bílaflutningaskipið norska, Hoegh Osaka, á sandrifi við innsiglingunni til Southampton. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina