BMW skaust upp fyrir Mercedes-Benz sem söluhæsti lúxusbílsmiðurinn í Bandaríkjunum á nýliðnu ári.
BMW hélt þessum titli 2011 og 2012 en árið 2013 settist Mercedews-Benz í toppsætið þar til nú. Árið 2014 seldi BMW um 9.000 bílum fleira en árið 2013 var forskot Mecedes-Benz um 3.000 bílar.
BMW jók bílasölu sína í Bandaríkjunum í fyrra um 9,8% og afhenti keupendum samtals 339.738 eintök. Mercedes-Benz afhendi 330.391 bíla sem er 5,7% frá aukning frá árinu áður, en til samanburðar jókst heildarsalan um 5,9% frá 2013 á bandaríska bílamarkaðinum.
Lúxusbílar Toyota, Lexus, voru þriðju söluhæstu bílarnir, seldust í 31..389 eintökum sem er 13,7% aukning milli ára. Lexus var söluhæsti lúxusbíllinn í Bandaríkjunum á árunum 2000 til 2010, en síðan tóku þýsku bílsmiðirnir fram úr 2011, að hluta til vegna framleiðslusamdráttar í Japan af völdum náttúruhamfara, jarðskjálfta og flóðbylgju.
Audi varð í fjórða sæti í lúxusbílageiranum bandaríska, komst fram úr Cadillac frá General Motors. Audi seldi 182.011 bíla sem er 15,2% aukning en af Cadillac fóru 170.750 eintök sem er 6,5% samdráttur.
Í sjötta sæti varð Acura með 167.843 bíla, í sjöunda sæti Infiniti með 117.300 eintök og í áttunda sæti Fordmerkið Lincoln með 94.474 bíla sem er 15,6% aukning.