Japanir óðir í Mirai

Vetni dælt á Mirai á áfyllingarstöð í Tókýó.
Vetni dælt á Mirai á áfyllingarstöð í Tókýó.

Fyrsti vetn­is­bíll Toyota, Mirai, hef­ur slegið held­ur bet­ur í gegn í Jap­an. Eft­ir­spurn­inni eft­ir bíln­um er líkt við æði.

Fyrsta mánuðinn sem bíll­inn var til sölu í Jap­an voru staðfest­ar í hann 1.500 pant­an­ir en Toyota áætlaði að í mesta lagi yrðu keypt 400 ein­tök á mánuði þegar liði und­ir lok árs­ins,  2015. 

Vegna hinna miklu pant­ana munu marg­ir þurfa að bíða lengi eft­ir sínu ein­taki, að sögn Toyota, sem áætl­ar að setja Mirai á markað í Evr­ópu síðar á þessu ári.

Pant­an­ir í bíl­inn hingað til skipt­ast í aðal atriðum þannig, að 60% eru frá op­in­ber­um fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um en 40% frá ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um sem eru að end­ur­nýja eða stækka bíla­flota sína.

Toyota Mirai er eftirsótt í Japan.
Toyota Mirai er eft­ir­sótt í Jap­an.
mbl.is

Bílar »