Fólk virði lokanir lögreglu

Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni. Þorkell Þorkelsson

Björg­un­ar­sveit­ir fyr­ir aust­an fjall og af höfuðborg­ar­svæðinu hafa verið kallaðar út til að aðstoða veg­far­end­ur í ófærð og óveðri. Lands­björg bein­ir því til fólks að virða lok­an­ir lög­reglu og að vera ekki á ferðinni þar sem veður er vont nema á bif­reiðum sem eru vel bún­ar fyr­ir aðstæður.

Björg­un­ar­sveit­irn­ar sinna lok­un­um vega en lög­regla hef­ur lokað Hell­is­heiði og Þrengsl­um og slæmt ástand er á Sand­skeiði. Verið er að losa fasta bíla við Þrengslavega­mót og á Sand­skeiði. Því hef­ur Suður­lands­vegi verið lokað við Rauðavatn. Einnig er lokað fyr­ir um­ferð á Kjal­ar­nes við Leir­vogsá og við Hval­fjarðargöng. Mos­fells­heiði er einnig lokuð vegna ófærðar, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »