Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að aðstoða vegfarendur í ófærð og óveðri. Landsbjörg beinir því til fólks að virða lokanir lögreglu og að vera ekki á ferðinni þar sem veður er vont nema á bifreiðum sem eru vel búnar fyrir aðstæður.
Björgunarsveitirnar sinna lokunum vega en lögregla hefur lokað Hellisheiði og Þrengslum og slæmt ástand er á Sandskeiði. Verið er að losa fasta bíla við Þrengslavegamót og á Sandskeiði. Því hefur Suðurlandsvegi verið lokað við Rauðavatn. Einnig er lokað fyrir umferð á Kjalarnes við Leirvogsá og við Hvalfjarðargöng. Mosfellsheiði er einnig lokuð vegna ófærðar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.