Fólk virði lokanir lögreglu

Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni. Þorkell Þorkelsson

Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að aðstoða vegfarendur í ófærð og óveðri. Landsbjörg beinir því til fólks að virða lokanir lögreglu og að vera ekki á ferðinni þar sem veður er vont nema á bifreiðum sem eru vel búnar fyrir aðstæður.

Björgunarsveitirnar sinna lokunum vega en lögregla hefur lokað Hellisheiði og Þrengslum og slæmt ástand er á Sandskeiði. Verið er að losa fasta bíla við Þrengslavegamót og á Sandskeiði. Því hefur Suðurlandsvegi verið lokað við Rauðavatn. Einnig er lokað fyrir umferð á Kjalarnes við Leirvogsá og við Hvalfjarðargöng. Mosfellsheiði er einnig lokuð vegna ófærðar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is

Bloggað um fréttina