Drægi nýrrar kynslóðar rafbílsins Nissan Leaf verður margfalt meira en nú er, ef marka má einn af yfirmönnum Nissan, Philippe Klein.
Hann gefur til kynna, að innan seilingar sé að menn verði lausir við áhyggjur af takmörkuðu drægi; hvort rafhleðslan dugi til ferðalags.
Nissan er sagt sömuleiðis vera að undirbúa komu nýrrar kynslóðar rafbílarafhlöðu og segir Klein þess tiltölulega skammt að bíða. Hann vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvenær en sérfræðingar hafa getið sér til um að nýja rafhlöðukynslóðin sjái dagsins ljós 2017 eða 2018 og þá með nýrri kynslóð Nissan Leaf.
Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn, sagði í viðtali við japanska sjónvarpsstöð í nóvember sl., að ný rafgeymakynslóð yrði að a.m.k. tvöfalda drægi rafbílanna frá því sem nú væri.