Gamlir dísilbílar keyptir út

Franska stjórnin boðar niðurgreiðslur til kaupa á rafbílum.
Franska stjórnin boðar niðurgreiðslur til kaupa á rafbílum.

Frá og með aprílmánuði ætlar franska stjórnin að kaupa gamla dísilbíla úr umferðinni. Skilyrði niðurgreiðslunnar er að neytendur kaupi sér rafbíl í staðinn.

Að sögn umhverfisráðherrans Segolene Royal getur styrkurinn til kaupa á rafbíl numið allt að 10.000 evrum, eða sem svarar hálfri annarri milljón króna. Hæsti styrkur til að kaupa tvinnbíl gegn förgun dísilbíls yrði aftur á móti 6.500 evrur.

Hæstu greiðslurnar fást fyrir að farga hvarfakútslausum dísilbílum en skotmarkið eru bílar framleiddir fyrir árið 2005. Þá vill Royal fá í brotajárnsklippur.

Hún segir að þetta tækifæri gefist einungis í ár og átakið verði ekki endurtekið árið 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina