Dauðsföllum á nýrri bílum snarfækkar

Á bandarískri hraðbraut.
Á bandarískri hraðbraut.

Þjóðvegaöryggisstofnun bandarísku tryggingafélaganna (IIHS) segir að einstaklega athyglisverð fækkun dauðsfalla í nýrri bílum hafi átt sér stað á undanförnum árum.

Líkurnar á því að banaslys verði í nýrri bílum hafa minnkað um rúmlega þriðjung á undanförnum þremur árum, að sögn IIHS. „Framfarirnar eru gríðarlegar á aðeins þremur árum,“ segir David Zuby, forstjóri stofnunarinnar.

Í skýrslu um þróun þessa segir að með nokkrum undantekningum segi bílstærð áfram til sín á þann veg að dauðsfallatíðnin lækki eftir því sem bílarnir stækki. Með öðrum orðum að andlátstíðnin sé meiri í minnstu bílaflokkunum en til dæmis í flokki jeppa.

Samkvæmt greiningu á slysaskýrslum hefur að sögn IIHS komið í ljós, að engin banaslys urðu á níu bílmódelum á árunum 2009 til 2012, það er: Audi A4 4WD, Honda Odyssey, Kia Sorento 2WD, Lexus RX 350 4WD, Mercedes-Benz GL-class 4WD, Subaru Legacy 4WD, Toyota Highlander hybrid 4WD, Toyota Sequoia 4WD og Volvo XC90 4WD.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina